miðvikudagur, ágúst 4

Lífið er yndislegt ég geri það sem ég vil.....
Eyjarsögur..hmmm.. þetta var nú svosem ekki mjög viðburðarrík verslunarmannahelgi, bara drykkja, gítarspil og söngur, lopapeysa og lundi. Við lentum í Eyjum á laugardagsmorgni eftir að hafa flogið þangað í heimsins minnstu rellu og tók ferðin alveg heilar 6 mínútur frá Bakka. Ferðinni var strax heitið á Pizza 67 þar sem við tók frekar sveitt stemming með svona ekki nógu hressandi eyja lögum undir (eflaust til að kynda upp stemminguna). Við byrjuðum að drekka og svo gekk dagurinn eiginlega bara meira og minna út á það. Þar sem að við vorum algerlega á ókeypis díl og áttum hvort eð er ekki pening fyrir neinu þá lá leið okkar í bústaðinn hjá Ölgerðinni þar sem að nóg var af bjór og okkur var gefinn þessi líka fíni grillmatur. Þegar leið á partýið fóru hin og þessi "íslensku celeb" að birtast og til að namedroppa aðeins þá t.d. mætti Árni Johnsen og var með gítarinn í för og tók nokkur vel valinn lög sem aðeins kröfðust þekkingar á þremur gítargripum og tilheyrandi tralalala. Gott ef ekki ein fegurðardrottning og núverandi forsíða B&B var þarna í Henson galla merkt LÖGLEG LJÓSKA (tacky anyone?), Eyjólfur Hr.Nína og svo einhverjir fleiri sem ég kann ekki deili á en vildu meina að væri partur af íslensku "elítunni". Okkur fannst þetta orðið full mikið af hinu góða þannig að við skelltum okkur í heimahús í alvöru þjóðhátíðarpartý með fullt af fullu fólki inni í eldhúsi að syngja og drekka vodka, svaka stuð. Ótrúlegt hvað maður kann og kann ekki af svona sing along lögum en það kom samt í ljós að ég hef engu gleymt frá 1995 með Sólstrandargæjunum, good times.... Lá svo leiðin niður í dal í hið over hyped TUBORG tjald.....DRASL!!!!!! hvaða hálviti heldur að hann komist upp með að auglýsa ókeypis fyllerí og bjóða svo bara upp á 4 bjóra per haus? Ég og Hrefna rifum nú samt upp annars sorglega stemmingu þarna inni og dönsuðum eins og við værum mættar á Vegamót og þegar okkur varð það ljóst flýttum við okkur út og fórum að sjá EGO, sem by the way voru mjög góðir, Bubbi var klárlega í stuði og svo fóru Mínus á svið og verð ég bara að játa að eftir eitt lag dó ég í brekkunni. Ég er víst ekki eins mikill drykkjuhrútur og ég taldi mig vera. Ég vil bara meina að eftir að hafa þambað Jagermeistar með Addú og Jóa hafa bara öllu verið lokið hjá mér.... ég spjúaði öllu...á alla..... svaka stuð í Eyjum :)
Svo tók við partý í Mínus húsinu þar sem að við gistum...jamm...ég er engin rokkari...Metallica hefur bara eitthvað verið að misskilja þetta allt saman, því ég rokka ekki....allavega ekki við hliðina á Mínus...ég reyndi en ældi bara. Þannig að já sunnudagurinn fór bara í þynnku upp í sófa að hlusta á "hetjusögur" Mínusmanna og skósveina þeirra já og fylgjast með flugi sem lá niðri þrátt fyrir mikla sól og blíðu, ahhh þessir misvindar....
Maður kyngdi nú samt stolti og sómakennnd og fór aftur að drekka og var sunnudagskvöldið mjög ánægjulegt í dalnum í brekkusöng þar sem við kunnum ekki nein lög og sungum bara drallalarla en gaman engu síður. Svo bara dans og skrall og tjöld Eyjamanna :) ekkert smá gaman og mega tek ég niður fyrir Eyjamönnum fyrir einstaka gestrisni og góðan mat, takk fyrir mig!
úhhh kaffi og pönnsur hjá ömmu, gotta go
læt í mér heyra
pís át

Engin ummæli: